Hreyfifjör UMFS/Suðra fer fram í íþróttahúsinu Baulu á sunnudögum kl. 13:00–14:00. Tímarnir eru sérstaklega hannaðir fyrir börn sem þrífast ekki í hefðbundnu íþrótta- og tómstundastarfi, sem og fyrir börn með fatlanir eða taugaþroskaraskanir. Lögð er áhersla á gleði, öryggi og að hvert barn fái að njóta hreyfingar á sínum forsendum.
Framundan eru Stjörnuleikar Allir með, sem verða haldnir laugardaginn 7. Febrúar kl. 13:00 í íþróttahúsinu Vallskóla. Þar fá þátttakendur tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum leikjum og hreyfingu í hvetjandi og jákvæðu umhverfi. Stjörnuleikarnir og Hreyfifjörið er unnið í góðu samstarfi við deildir innan UMFS sem taka þátt og kynna sínar greinar.
Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt.
Nánari upplýsingar veitir Ása Björg í síma 6973828 eða asabjorg76@gmail.com



