Fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, Þórir Ólafs, verður með leikgreiningu á Miðbar í dag, fimmtudag, klukkan 16:30. Þar mun hann fara yfir leik dagsins, deila reynslu sinni úr landsliðsferlinum og ræða möguleika íslenska liðsins á mótinu.
Elísabet Björgvins, betur þekkt sem Beta og skemmtanastjóri Miðbars, segir að mikil stemning sé framundan.
„Hér verður stemning í dag og bjóðum við gestum okkar að taka þátt í að giska á lokatölur leiksins og fleiri skemmtilega leiki. Við fáum Þórir Ólafs til að hita upp með leikgreiningu, segja sögur frá sínum tíma með landsliðinu og ræða hvaða möguleika hann telur að strákarnir okkar eigi á þessu móti. Við hvetjum alla til að mæta beint eftir vinnu í skemmtilega stemningu í hamborgara og ískalda Coke,“ segir Beta.



