-4.3 C
Selfoss

Agla var efnilegust judokvenna 2025  

Vinsælast

Á nýafstöðnu lokahófi hjá Judosambandi Íslands voru veittar viðurkenningar fyrir árangur núlíðandi árs. Meðal annara viðurkenninga var tilkynnt um hver þótti efnilegastur hjá körlum og konum. Agla Ósk Ólafsdóttir úr Judofélagi Suðurlands var kjörin efnilegust kvenna megin ásamt Emmu Thuringer úr JR. Agla Ósk hefur komið með mjög öflugum hætti inn á sjónarsviðið í ár og hefur skilað fjölmörgum titlum í hús. Skemmst er að minnast þess að hún var Íslandsmeistari U18 -63kg. Sem þýðir að hún er að keppa undir 18 ára og keppir í þyngdarflokki þeirra sem eru undir 63 kg.

Til viðbótar keppti Agla Ósk á mjög sterku móti í Lundi í Svíþjóð og hafði sigur í fyrstu tveimur glímum sínum. Þjálfari Öglu á mótinu var Sara Ingólfsdóttir sem jafnframt sótti þjálfaranámskeið sem haldið var í kjölfar móts ásamt æfingabúðum.

Agla Ósk er að koma í kjölfar sigursælla kvenna hjá Judofélagi Suðurlands og má segja að kvennasveit okkar Sunnlendinga sé sannkölluð Valkyrjusveit. 

Þessi árangur kvenna í Judo er til fyrirmyndar og vilja forráðamenn hvetja allar konur og ungar stúlkur til að læra sjálfsvörn en æft er kl. 18:30 í World Class á Selfossi alla virka daga.

Nýjar fréttir