Til viðbótar keppti Agla Ósk á mjög sterku móti í Lundi í Svíþjóð og hafði sigur í fyrstu tveimur glímum sínum. Þjálfari Öglu á mótinu var Sara Ingólfsdóttir sem jafnframt sótti þjálfaranámskeið sem haldið var í kjölfar móts ásamt æfingabúðum.
Agla Ósk er að koma í kjölfar sigursælla kvenna hjá Judofélagi Suðurlands og má segja að kvennasveit okkar Sunnlendinga sé sannkölluð Valkyrjusveit.
Þessi árangur kvenna í Judo er til fyrirmyndar og vilja forráðamenn hvetja allar konur og ungar stúlkur til að læra sjálfsvörn en æft er kl. 18:30 í World Class á Selfossi alla virka daga.


