-1.6 C
Selfoss

Uppáhalds réttur fjölskyldunnar

Vinsælast

Birna Gestsdóttir er matgæðingur vikunnar.

Takk fyrir áskorunina Sölvi og auðvitað tek ég henni.

Lasania hefur verið uppáhalds réttur fjölskyldunnar og í gegnum tíðina hef ég þróað hann en engin sérstök uppskrift er til. Hér er uppskriftin nokkurn veginn.

500 gr nautahakk

2-3 hvítlauksrif

Fínsaxaður laukur

Steikt á pönnu

Kryddað með best á allt og Chili explosion

Þegar þetta er orðið steikt saman þá helli ég út í dós af 400 gr af hökkuðum tómötum og Hunts dós garlic og herbs.

Læt þetta malla í góða stund.

Sósan með lasanianu er 1/2 líter af matreiðslurjóma og 2 mexico-ostar sem bráðna í rjómanum. Ef osturinn er lengi að bráðna þá nota ég töfrasprota til að flýta fyrir.

Set síðan í eldfast mót nokkur lög af: hakk, sósu, lasaniaplötur en enda á lasaniaplötum með sósunni yfir og rifnum osti. Hef í ofninum í ca 30 mínútur.

Með þessu er Sölvasalat, hann er mikill grænmetismaður og hefur pantað sér salat á hinum ýmsu stöðum í heiminum. Sölvasalat er með mikið af tómötum.

Nauðsynlegt er að hafa hvítlauksbrauð með.


Ég skora á frænku mína og vinkonu Bryndísi Áskelsdóttir að koma með uppskrift að sínum rómaða laxarétt í næstu viku.

Nýjar fréttir