3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Alþjóðlegi farfugladagurinn haldinn á Hvolsvelli á morgun

Alþjóðlegi farfugladagurinn haldinn á Hvolsvelli á morgun

0
Alþjóðlegi farfugladagurinn haldinn á Hvolsvelli á morgun

Alþjóðlegi farfugladagurinn er á morgun laugardaginn 12. maí. 
Í tilefni dagsins munu Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun Íslands, Rannsóknasetur Háskóla
Íslands á Suðurlandi og Katla jarðvangur í samvinnu efna til vettvangsferðar og fræðslu.

Dagskráin hefst kl. 10 á morgun laugardag með fuglaskoðun á varpstöðvum spóans við veiðihus við Eystri-Ranga sem Tómas Grétar Gunnarsson leiðir. kl. 12:00-13:00 verður fjölskyldugrill við Hvol á Hvolsvelli í boði SS. Kl. 13:00 verða síðan ræðsluerindi í Hvoli um spóann. Flutt verða fjögur stutt erindi af okkar helstu vísindamönnum um spóann.
● Varp – Borgný Katrínardóttir líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
● Vetrarstöðvar – Camilo Carneiro doktorsnemi við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi.
● Farflug – José Augusto Alves nýdoktor við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á
Suðurlandi.
● Vernd – Tómas Grétar Gunnarsson forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla
Íslands á Suðurlandi.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Árið 2018 verður alþjóðlegi farfugladagurinn tileinkaður spóanum á Íslandi. Spóinn er ein af ábyrgðartegundum okkar Íslendinga en hér verpir megnið af Evrópustofninum og líklega fyrirfinnst hvergi þéttara spóavarp. Spóinn hefur vetursetu í Vestur-Afríku en þangað flýgur hann alla jafna beint yfir opið haf án hvíldar.