1.7 C
Selfoss

Margrét Guangbing Hu íþróttamaður Hamars

Vinsælast

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars í Hveragerði, sem haldinn var 25. febrúar sl., var til­kynnt um þá sem höfðu verið vald­ir íþróttamenn hverrar deild­ar fyrir árið 2017. Þau sem voru valin eru; Badmintonmaður árs­ins: Margrét Guangbing Hu, blak­maður ársins: Ragnheiður Eiríks­dóttir, fimleikamaður árs­ins: Birta Marín Davíðsdóttir, knattspyrnu­maður ársins: Hafþór Vilberg Björnsson, körfuboltamaður árs­ins: Helga Sóley Heið­ars­dóttir og sundmaður ársins: María Clausen Pétursdóttir. Badminton­konan Margrét Guangbing Hu var valin íþróttamaður Hamars 2017.

Margrét Guangbing Hu vann silfurverðlaun á Unglingameistaramóti Íslands 2017 í flokki U13. Hún varð sömuleiðis HSK-meistari sl. vor þar sem hún sigraði U15 ára aldursflokkinn en hún byrjaði að keppa upp fyrir sig um flokk á síðasta ári.

Margrét var boðuð í afrekshóp Badmintonsambands Íslands á árinu. Einnig var Margrét boðuð á unglingalandsliðsæfingar undir leiðsögn Tinnu Helgadóttur A-landsliðsþjálfara Íslands.

Margrét hefur verið til aðstoðar þjálfurum á æfingum yngri barna síðasta árið og stendur sig sérstaklega vel þar. Margrét er virkilega góð fyrirmynd fyrir yngri keppendur badmintondeildarinnar, innan vallar sem utan.

Nýjar fréttir