-1.6 C
Selfoss

Viltu vera memm?

Vinsælast

POWERtalk-deildin Jóra heldur kynningarfund mánudagskvöldið 2. febrúar í Selinu á Selfossi kl. 19:30.

POWERtalk (áður ITC) byggist á jafningjafræðslu og hvatningu við að koma fram á fundum, halda ræður, skipuleggja fundi og stjórna þeim. Byrjað er á einföldum verkefnum en þau verða sífellt meira krefjandi eftir því sem kjarkurinn vex. Undirbúnar eru mismunandi gerðir af ræðum þar sem fjallað er um allt milli himins og jarðar nema flokkspólitík og trúboð. Einnig eru alls konar leikir sem æfa að tala óundirbúið. Þá er hláturinn aldrei langt undan.

Félagar koma víða að og úr ýmsum starfsstéttum. Fundir eru tvisvar í mánuði, sept-maí. Gestir eru ætíð velkomnir en fundir eru auglýstir á facebook-síðunni: POWERtalk deildin Jóra, Selfossi.

Vertu velkomin á kynningarfundinn 2. feb. Kræsingar í boði.

Nýjar fréttir