HANDSTÚKUR
STÆRÐIR: S/M og L
GARN:
CAMPER frá Kelbourne
Prjónfesta er 24 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni á 3,5 mm prjóna Garnið fæst hjá Bobbý Hveragerði og bobby.is
GARNMAGN:
50 gr í allar stærðir.
ÞAÐ SEM ÞARF:
Sokkaprjóna /crazy trio 3,5 mm og 3 mm í stroffið.
Stoppunál til að ganga frá endum.
Prjónamerki.
TÆKNIUPPLÝSINGAR :
Stúkurnar eru prjónaðar frá lófa og upp á handlegg, með mynstri sem er á handarbaki. Mynsturteikning fylgir og útskýringará táknum.
UPPSKRIFT:
Fitjið laust upp, 52 – 56 lykkjur á 3,5 mm prjóna og prjónið slétt út umferð, setið prjónamerki við upphaf til að marka upphaf og endi umferðar.
Prjónið 4 umferðir í viðbót.
Næsta umferð er gataprjón, sem er gert svona:
Prjónið tvær lykkjur saman, sláið bandi uppá prjóninn…… endurtakið út umferðina. Prjónið næstu 5 umferðir slétt.
Í næstu umferð er annað hvort kanturinn prjónaður eða saumaður niður. Brjótið niður stykkið við gatamunstrið, það sést aðþað myndast litlar tungur, farið í gegnum fyrstu lykkjuna og fyrstu lykkjuna á uppfiti og dragið í gegnum báðar, hér ermyndband sem sýnir þetta : https://www.youtube.com/watch?v=0imkH50oHtc
Það er líka hægt að sauma niður kantinn eftir á.
Næst er prjónað eftir mynsturteikningu, staðsetjið mynstrið á miðju handarbaki. Það er gott að hafa 19 lykkjur sem er fjöldilykkja í mynstri á handarbakinu og deila hinum lykkjunum á tvo prjóna, ef notaðir eru sokkaprjónar.

Tákn:
⟏ Slétt lykkja
● Brugðin lykkja
○ Slá upp á prjóninn
/ Prjóna tvær lykkjur saman
\ Takið tvær lykkjur eins og þið ætlið að prjóna þær Færið yfir ávinstri prjón og prjónið aftaní þær
Mynstrið prjónið þið 3 x
Eftir mynstur er prjónuð 1 umferð og skipt yfir á 3 mm prjóna og stroff prjónað 2 lykkjur sléttar og 2 lykkjur brugðnar ca 8 cm.
Fellið laust af.
Það má líka alveg hafa stroffið með 1 lykkju sléttri og 1 lykkju brugðinni. Bara eftir smekk hvers og eins.
Gangið vel frá öllum endum
Þvottaleiðbeiningar:
Þvoið í höndum með ullarsápu, skolið úr og kreistið sem mest vatn úr og leggið til þerris.
ATH!
Uppskriftin er eign Bobbýjardætra og ekki er heimilt að deila eða fjölfalda hana. Efaðstoðar er þörf má senda fyrirspurn á netfangið: info@bobby.is


