Fjölmenningarráð Rangárþing ytra og Rangárþings eystra hittust á dögunum á sameiginlegum fundi og ræddu meðal annars framkvæmd á Fjölmenningarhátíð sem haldin verður 9. maí á Hellu.
Vel heppnuð hátíð var haldin á Hvolsvelli í fyrra þar sem var húsfyllir og fólk fékk að kynnast menningu og mat þeirra þjóðerna sem eru í Rangárvallasýslu. Einnig var íslensk menning kynnt og hefðbundinn íslenskur matur á boðstólnum.
Mikil gleði ríkti á fundinum sem var gífurlega vel heppnaður.


