3.6 C
Selfoss

Nýir eigendur Ísbúðarinnar okkar

Vinsælast

Hjónin Guðrún Lára Magnúsdóttir og Farhang Salih hafa tekið við sem nýir eigendur Ísbúðarinnar Okkar í Hveragerði. Þau hjónin tóku við ísbúðinni í október sl. eftir að fyrrum eigendur fengu heldur neikvæða umsögn frá almenningi.

Dagskráin kíkti í heimsókn og ræddi við Guðrúnu og Farhang.

„Dóttir mín var að vinna fyrir fyrrum eigendur og hún lét okkur vita þegar staðurinn var settur á sölu,” segir Guðrún í samtali við Dagskrána. Á þeim tíma var ljóst að þörf væri á breytingu á atvinnurekanda. Í kjölfar þess ákváðu þau hjónin að stíga inn og taka við rekstrinum.

Tilkynningin barst á Facebook-síðu Hvergerðinga, þar sem Hvergerðingar lýstu afar mikilli ánægju með nýja eigendur ísbúðarinnar. Viðtökurnar sem Guðrún og Farhang hafa fengið hafa því verið afar hlýjar og einlægar að þeirra sögn. Þykir Hvergerðingum það ánægjulegt að geta loks notið almennilegrar ísbúðar í ísbænum sjálfum.

Framundar eru ýmsar framkvæmdir í ísbúðinni í vændum. Guðrún og Farhang segjast vera með margar hugmyndir í vinnslu um að breyta og bæta ísbúðina. Allt gerist þó með tímanum og í millitíðinni leggja þau áherslu á að Hvergerðingar sem og aðrir viðskiptavinir fái góðan ís frá Kjörís.

Gómsætur bragðarefur í boði Ísbúðarinnar okkar. Mynd: SEG.

Nú þegar hafa verið settar upp tvær ísvélar og sú þriðja væntanleg á næstunni. Guðrún og Farhang vilja leggja ríka áherslu á hreinlæti, gæði og góða þjónustu og vilja að viðskiptavinir finni sig ávallt velkomna þegar þeir stíga inn í ísbúðina.

Hjónin eru spennt fyrir komandi tímum og hlakka til að byggja og bæta upp í sína eigin ísbúð.

SEG

Nýjar fréttir