3.7 C
Selfoss

Matthías býður sig fram til að leiða lista Framsóknar í Árborg

Vinsælast

Matthías Bjarnason hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Framsóknar í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum.

„Ástæður þess að ég býð mig fram til að leiða lista Framsóknar eru margar. Ég hef brennandi áhuga á málefnum nærsamfélagsins og hef hugmyndir um hvernig við getum bætt Árborg. Ég tel þó enn mikilvægara að hlusta á hugmyndir annarra, vega þær og meta og koma góðum hugmyndum í framkvæmd,” segir Matthías í framboðstilkynningu sinni.

„Ég tel vanta ferskt fólk í stjórnmálin í Árborg, fólk sem horfir af metnaði til framtíðar. Af varamannabekknum á yfirstandandi kjörtímabili hef ég séð hvernig sumir festast í fortíðinni og eyða mikilli orku í rifrildi um liðna tíð. Staðan er eins og hún er og við breytum ekki fortíðinni. Við getum haft áhrif á framtíðina og það er það sem ég vill gera.”

Á komandi mánuðum hyggst Matthías gera nánari grein fyrir áherslum sínum og stefnu í málefnum Árborgar.

Nýjar fréttir