3.7 C
Selfoss

Söfnuðu styrk upp á 935.000 kr.

Vinsælast

Drengirnir í hljómsveitinni SLYSH afhentu Sjóðinum góða styrk upp á 935.000 kr. fimmtudaginn 15. janúar sl. Í Hveragerðiskirkju.

Strákarnir náðu að fjármagna styrkinn með jólatónleikum sem voru haldnir á Hótel Örk 16. desember sl. Þar sem allur ágóði miðasölunnar rann til styrktar Sjóðsins góða. Þar að auki fengu strákarnir nokkur fyrirtæki með sér í lið til að styrkja tónleikana.

Hlutverk Sjóðsins góða er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og eiga ekki fyrir nauðþurftum fyrir jólin og einnig á vormánuðum fyrir fermingar.

Mynd: Aðsend.

Þetta er annað árið í röð sem SLYSH heldur jólatónleika til styrktar Sjóðinum góða en í fyrra söfnuðust 430.000 kr. Á síðustu tónleikum stækkuðu strákarnir viðburðinn töluvert og salurinn fylltist af gestum sem strákunum mistókst ekki að koma í jólaskap. Með drengjunum í liði var hópur allur af frábærum tónleikagestum. Litlasveit hitaði tónleikana upp. Halli Daða var kynnir kvöldsins og með uppistand. Kór SLYSH var myndaður og söng ljúfa tóna. Heiða Sif Guðjónsdóttir lék á fiðuna. Engin önnur en Ágústa Eva söng með drengjunum og svo kom Daði Freyr að spila og syngja.

Strákarnir eru afar þakklátir fyrir tækifærið sem þeim hefur gefist og fara bjartsýnir inn í nýtt ár.

Nýjar fréttir