-0.3 C
Selfoss

Grillaður steinbítur með bökuðum kartöflum

Vinsælast

Kristbjörg Bjarnadóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Góðan og blessaðan daginn. Takk innilega fyrir áskorunina minn kæri tengdasonur.

Fiskur er minn uppáhalds matur, þannig að ég deili hér með ykkur uppskrift að grilluðum steinbít og bökuðum kartöflum.

Grillaður steinbítur

Ca 500 gr steinbítur

2 cm engiferrót

3 stk. hvítlauksrif

1 msk. sítróna

1/2 bolli soyjasósa

1 tsk salt.

Öllu blandað saman, fiskurinn skorinn í bita og lagður í lögin ca 2 klst fyrir notkun.

Fírið upp í grillinu og skellið fiskinum á grillið í nokkrar mínútur.

Bakaðar kartöflur

Kartöflur skornar og kryddaðar með salti og pipar velt upp úr smá olíu.

Bakaðar við 180 °C í ca 40 mínútur.

Sósa 

Ca. 300 gr. kotasæla

3 msk. grísk jógúrt

3 hvítlauksrif

1 msk. steinselja.

Gott að hafa salat með, úr besta hráefni hvers tíma.

Njótið kæru vinir.


Ég skora á stór vin minn Sölva Hilmarsson kokk að vera næsta matgæðing.

Nýjar fréttir