Tvær nýjar vatnsrennibrautir við Sundlaugina í Þorlákshöfn voru formlega opnaðar nú í lok desembermánaðar. Annarri rennibrautinni, sem ber nafnið Drekinn, hefur verið lokað í tímabundinn tíma vegna óhappa sem hafa orðið í rennibrautinni.
Í tilkynningu frá Sundlaug Þorlákshafnar er sagt að unnið sé að ítarlegri rannsókn á orsökum atvikanna og verði rennibrautin lokuð þar til fullvíst sé um að hún uppfylli öryggiskröfur.
„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum gestum fyrir skilning og þolinmæði,“ bæta þau við í lokin.




