-4.4 C
Selfoss

Tíu mest lesnu fréttir á árinu 2025

Vinsælast

Nú þegar árið 2025 er liðið er við hæfi að líta yfir farinn veg og rifja upp tíu mest lesnu fréttir ársins 2025 hjá DFS.is.

  1. Bræður opna nýja hringrásarverslun á Selfossi

Bræðurnir Styrmir Jarl Rafnsson og Hlynur Snær Jóhannesson opnuðu á árinu nýja hringrásarverslun í Hrísmýri 5 á Selfossi sem ber nafnið Venus. Fólki gefst tækifæri til þess að gefa fötunum sínum nýtt líf. Verslunin er í formi básaleigu og getur hver sem er pantað bás. Áhersla er lögð á fatnað fyrir 14 ára og eldri ásamt skóm og fylgihlutum.

Sjá myndband:
Bræður opna nýja hringrásarverslun á Selfossi

 

  1. Eitt glæsilegasta kökuhlaðborð landsins í Hveragerði 

Hjónin Jóna Sigríður Gunnarsdóttir og Guðmundur Magnús Nielsen reka Rósakaffi. Á Rósakaffi hefur í mörg ár verið boðið upp á fjölbreytt matarúrval þar sem hægt er að fá hefðbundinn sjoppumat hvenær sem er á opnunartíma og heimilismat í hádeginu. Einna vinsælast í Rósakaffi er eitt glæsilegasta kökuhlaðborð landsins sem boðið hefur verið upp á á nánast hverjum sunnudegi frá 2022.

Sjá grein:
Eitt glæsilegasta kökuhlaðborð landsins í Hveragerði

 

  1. „Heimamaðurinn heldur manni gangandi“ 

Veitingastaðurinn Byrja á Selfossi fagnaði eins árs afmæli á árinu. Hjónin Vigfús Blær Ingason og Christine Rae reka staðinn saman. Við hjá dagskránni tókum viðtal við Vigfús sem sagði frá upphafi og þróun rekstursins á veitingastaðnum.

Sjá grein:
„Heimamaðurinn heldur manni gangandi“

 

  1. Glænýr verslunarkjarni verður til á Selfoss 

Í maí á liðnu ári opnaði nýr verslunarkjarni á Selfossi þar sem fimm spennandi verslanir hófu starfsemi sína samtímis. Meðal verslana sem opnuðu var hin alþjóðlega þekkta tískuverslun Gina Tricot, ástsæla íslenska bókabúðin Penninn-Eymundsson, H verslun sem slegið hefur í gegn og Emil og Lína, heillandi verslun með íslenskan fatnað og vörur fyrir börn.

Sjá grein:
Glænýr verslunarkjarni verður til á Selfoss

 

  1. Mikil ró og virðing einkennir íslenska skóla

16 kanadískir kennaranemar frá Nova Scotia voru í starfsnámi í Vallaskóla, Sunnulækjaskóla, BES og FSu ásamt prófessorunum Andrew Foran og William Walters. Andrew er hérna í þriðja sinn en hann kom fyrst árið 2008 og 2015. Hann segir Ísland uppáhaldsstaðinn sinn til að koma með kennaranema þar sem kerfið sé gott hér. Blaðamaður settist niður með Andrew, William og Páli Sveinssyni, skólastjóra Vallaskóla, og ræddi muninn á íslensku og kanadísku skólakerfi.

Sjá grein:
Mikil ró og virðing einkennir íslenska skóla

 

  1. Minnst 17 bílar skaddaðir eftir djúpar og miklar holur 

Fjölmargir ökumenn lentu í vandræðum í Kömbunum og á Hellisheiði vegna slæmra hola sem mynduðust eftir umhleypingar í veðri í febrúar. Blaðamaður taldi minnst 17 bíla sem voru stopp í vegkanti eftir að hafa keyrt í holurnar á leiðinni til Reykjavíkur.

Sjá grein:
Minnst 17 bílar skaddaðir eftir djúpar og miklar holur

 

  1. Þrjár konur reka eina sjálfstætt starfandi apótekið á Suðurlandi 

Það urðu breytingar hjá Apóteki Suðurlands þegar eigendaskipti urðu á apótekinu. Í dag eiga þær Guðmunda Þorsteinsdóttir, Ásrún Karlsdóttir og Bergrún Linda Björgvinsdóttir jafnan hlut í fyrirtækinu. Í samtali við Dagskrána ræddu þær um markmið og áherslur apóteksins.

Sjá grein:
Þrjár konur reka eina sjálfstætt starfandi apótekið á Suðurlandi

 

  1. Öskraði, hló og grenjaði í klukkutíma 

Dagskráin tók viðtal við leikkonuna og Hellubúann Helgu Melsted. Á árinu fékk Helga inngöngu á leikarabraut í Listaháskóla Íslands. Helga segir frá reynslu sinni og áhuganum á að leika á sviði og lýsir spennufallinu á að fá inngöngu á námið hjá LHÍ.

Sjá grein:
Öskraði, hló og grenjaði í klukkutíma

 

  1. Lista stærsta skip sem komið hefur til Þorlákshafnar

Stærsta flutningaskip sem komið hefur til Þorlákshafnar lagðist að Suðurvararbryggju. Skipið heitir MV Lista en það er 193 metra langt og 26 metra breitt. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í höfnina til að líta skipið augum.

Sjá grein:
Lista stærsta skip sem komið hefur til Þorlákshafnar
  1. Ný fótaaðgerðastofa opnuð á Selfossi

Ný fótaaðgerðastofa var opnuð á Selfossi í mars sem ber heitið Fótaaðgerðastofa Suðurlands. Það eru Dagný Ragnarsdóttir og Ída Bjarklind Magnúsdóttir sem ákváðu að taka höndum saman, innrétta fyrrum lagerrýmið sem fótaaðgerðastofu og auka þar með þjónustu fyrir fótaaðgerðir á Suðurlandi.

Sjá grein:
Ný fótaaðgerðastofa opnuð á Selfossi

Nýjar fréttir