1.4 C
Selfoss

Fljótlega hakksúpan

Vinsælast

Sunnlenski matgæðingur vikunnar er Ingibjörg Hannesdóttir.

Ég þakka Sibbu vinkonu minni fyrir áskorunina. Ég hef átt mjög erfitt með að fylgja uppskriftum og helst vil ég að matseldin taki ekki of langan tíma. Oft er ég með forrétti í matinn fyrir okkur hjónin t.d. tómata og mossarella, nautacapaccio og hráskingu ofan á hunangsmelónu. Eins ef ég er ein í mat þá skelli ég tortilla-snakki á pappír sem passar í airfryer skúffuna mína, slummpa salsasósu ofan á svo rifinn ost þar yfir og hef í ca 4 mínútur í airfryernum. En ég skellti í hakksúpuna mína fljótlegu, bara svona til að vera viss með hvaða hráefni og hlutföll ég nota.

Hráefni:

500 gr nautahakk

1 bréf taco krydd

1 stór krukka salsasósa (medium)

1 teningu nautakraftur

Cayennepipar, salt og pipar eftir smekk

Vatn.

Rifinn ostur

Sýrður rjómi

Tortilla chips

Val er um að skera það grænmeti sem manni hugnast og léttsteikja það til að gera súpuna að sinni, eftir tíma og þörf (tekið til í ísskápnum). Hef oft hugsað að nota kjúkling í staðinn fyrir hakk, en ekki gert það 😉

Aðferð:

Þurrsteikið hakkið, bætið taco kryddinu í samkvæmt leiðbeiningum aftan á bréfinu. Skellið salsa sósunni á hakkið og blandið létt saman. Fyllið krukkana af vatni og hristið upp í henni og hellið vatninu í pottinn, skellið teningum út í. Náið upp suðu og látið sjóða í minnst 5 mínútur. Nú skal smakkar og bætt við kryddum eftir smekk og þörfum. Ég hef notað þessa súpu þegar flensuskítur er í mér og þá spara ég ekki cayenne-piparinn í mína skál. Með þessu er borið fram rifinn ostur, sýrður rjómi og tortillasnakk, til að setja úti sinn súpuskammt eftir smekk hvers og eins. Svona í lokin þá er ég nýbúin að fatta upp á að smyrja góðum ís á góða smáköku, setja aðra smáköku ofan á, ef maður vill smáköku samloku og borða með góðri samvisku til að njóta sem best.


Ég skora á Ágúst Loga Valgeirsson að koma með eitthvað snjallt og gott úr sínu eldhúsi.

Nýjar fréttir