-1.6 C
Selfoss

Stórskemmtileg sveitakeppni í skák

Vinsælast

Héraðsmót HSK í sveitakeppni í skák fór fram í Selinu mánudagskvöldið 8. desember síðastliðinn. Til keppni mættu sex sveitir og var keppnin stórskemmtileg þar sem háð var hraðskákskeppni til að skera úr um hvaða sveit yrði í þriðja sæti. Þar vann sveit Þórs sveit Gnúpverja 2½ – 1½.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

  1. Íþr.f. Dímon A sveit 17 vinningar
  2. Umf. Selfoss A sveit 14 ½ vinningar
  3. Umf. Þór Þorlákshöfn 10 vinningar
  4. Umf. Gnúpverja 10 vinningar
  5. Íþr.f Dímon B sveit 7 ½ vinningar
  6. Umf. Selfoss B sveit 1 vinningur
Silfursveit Selfoss
Bronssveit Þórs

Nýjar fréttir