1.9 C
Selfoss

Selfossrútan X 874

Vinsælast

Við fórum saman nokkrir félagar til Reykjavíkur á gamla X-874 þegar 60 ára afmæli Umferðamiðstöðvarinna BSÍ í Vatnsmýri var fagnað 21. nóvember 2025. Í þeirri ferð kviknaði sú hugmynd að taka saman nokkur sögubrot um þennan merka bíl sem hefur þjónað Sunnlendingum svo lengi. Ég vil þakka starfsfólki Prenmet-Odda á Selfossi fyrir veitta aðstoð og plássið í Jólablaðinu.

Kristinn M. Bárðarson

17. júní í 41 ár. Selfossrútan X 874 17. júní í 41 ár. Guð- björg Sigðurðardóttir og Kristján Már Gunnarsson voru í 17. júní nefndinni 1984 en þá var Björn Ingi Gíslason form Umf Selfoss. Guðbjörg og Þórir Jónsson settu upp áætlun og bjuggu til tímaplan. Unga fólkið kallar rútuna oft 17. júní rútuna.
Árnesti sjoppan v/Tryggvaskála er opnuð 25. mars 1978, Árni Leósson og Ólafur Auðunsson (frá Kálfhóli) smíðuðu húsið. Árið 1977 voru 85 þúsund farþegar fluttir með áætlunarbílum SBS. Afgreiðslan var við Tryggvaskála þar til hún flytur í Hótel Selfoss þegar nýja hótelið opnar 1986.
Björgvin Sigurðsson frá Jaðri á Stokkseyri var formaður verkalýðsfélagsins Bjarma, frá 1935-1978. Jón Gunnlaugsson ók með félaga Bjarma í mörg sumur. Þessi mynd er frá sumrinu 1983 (fyrir utan Hótel Húsavík) en þá var farin 10 daga hingferð. Þessar ferðir voru vinsælar meðal félagsmanna, en ferðin, matur og gisting var í boði verkalýðsfélagsins. Sumir félagsmanna áttu ekki bíl eða voru ekki með bílpróf.
Ólafur Th Ólafsson málaði þessa skemmtilegu mynd af X-874 á regnvotum degi á Miklubrautinni. Óli Th fór þá með Guðbirni Frímannsyni á mjólkurbíl til Reykjavíkur um morguninn og með Selfossrútunni seinnipartinn heim. Um vorið kom hann með þessa mynd til Steins Hermanns.
Þegar bílasmiðja KÁ byggir yfir bílinn voru sætin einnig smíðuð og klædd þar. Á þessum árum og alveg framundir 1982-83 voru nánast öll sæti sem sett voru í bíla smíðuð hér heima, íslensk. Sætin í 874 voru með mjög þykku baki og að sjálfsögðu með öskubakka aftan á. Þau þótti mjög þægileg en voru þung og ef þau hefðu verið með þynnra baki eins og sæti nútímans, hefði eflaust verið hægt að bæta við einni sætaröð, 4 sætum. Þegar kom að því að endurnýja sætin í X 14, þá voru sætin úr honum sett í 874, með því varð bíllinn mun rýmri og einnig töluvert léttari. Einnig varð hann ögn nútímalegri þar sem upprunalegu sætin voru þarna sennilega 25 ára gömul.

Er þrettándi óhappadagur? 13. janúar 1986 varð eftirminnilegur dagur. Eyvindur Þórarinsson fór áætlunarferð úr Reykjavík kl. 9 á X-116 Kutternum. Kutterinn var Scania með finnskri yfirbyggingu, hljóðlátur, rúmgóður og afar þægilegur fyrir farþegana. Hann gat verið varsamur í hvössum hliðarvindi og hálku. Eyvindur var á austurleið þegar hvöss vindhviða í Draugahlíðarbrekkunni tók af honum völdin, en með yfirvegun og gætni tókst Eyvindi að stýra útaf og stoppa án þess að slys yrði og að farþegarnir 13 slösuðust (reyndar var þetta svo mjúkur akstur að þegar bíllinn var stopp og fólk fór að fara úr sætum sínum að stúlka sem hafði lagt sig afturí vaknaði og spurði „erum við í Hveragerði!“)
Kl. 13.00 fór Sigurdór Sigurðsson áætlunarferðina til Reykjavíkur á X-874 með 13 farþega (undarleg tilviljun). Stuttu áður en að hann kemur að Draugahlíðarbrekkunni tekur hvöss vindhviða völdin af Sigurdóri og bíllinn fýkur útaf og veltur. Skemmdir voru sáralitlar, nokkrar rúður brotnuðu þegar farþegarnir voru að koma sér útúr bílnum. Kristján Jónsson bílstjóri hjá MBF var með fyrstu bílum sem kom að slysinu, Kristján gat tekið 10 farþega í Mjólkur- bílinn og ók þeim til Reykjavíkur en 3 fengu far með bíl sem var koma úr Þorlákshöfn. Einar Valdimarsson kom svo á X-853 (með keðjur á öllum hjólum) og tókst með góðri hjálp manna sem voru við vinnu í malarnámum rétt hjá að koma X-874 inná veg og draga hann austur á Selfoss.
Í einum þáttana af Felix og Klöru var farið að Sól- heima í Grímsnesi og var það trausti bílstjórinn Ey- vindur Þórarinsson sem ók Felix og förunautum á X-874. Á leiðinni austur komst Felix að því að Eyvindur er gamalreyndur söngvari, en hann hann syngur í Karlakór Selfoss (var formaður 1996- 2002) og vildi Felix auðvitað fá álit Eyvindar á söng sínum.

 

Nýjar fréttir