Drengirnir í SLYSH stíga annað árið í röð á svið með hátíðlegum jólatónleikum þar sem allt er lagt í gott málefni. Líkt og í fyrra fer allur ágóði til Sjóðsins góða. Sjóðurinn góði styrkir bæði fjölskyldur og einstaklinga sem hafa ekki kost á að mæta nauðþurfum fyrir jólin.
Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir á Hótel Örk í Hveragerði, þriðjudaginn 16. desember.
Hljómsveitin samansafnar af sex ungum piltum frá Hveragerði og hafa þeir verið að spila saman síðan í grunnskóla. Með árunum verða þeir sífellt sýnilgeri og halda stöðugt áfram að gera gott.
Hljómsveitina skipa þeir Björgvin Svan Mánason sem spilar á gítar og er bakrödd, Gísli Freyr Sigurðsson sem er aðalsöngvari, Eyvindur Sveinn Lárusson spilar á rafmagnsgítar, Hrafnkell Örn Blöndal Barkarsson er á hljómborðinu, Stefán Gunngeir Stefánsson er trommari og Úlfur Þórhallsson spilar á bassa.
Halli Daða mun sjá um að kynna og skemmta liðinu. Sérstakir gestir á tónleikunum verða Pálmi Gunnarsson, Ágústa Eva, Daði Freyr og sérstakur kór SLYSH syngur ljúfa tóna.
Strákarnir tryggja notalega jólastemmningu og lofa að koma öllum gestum tónleikanna í jólaskap.
SEG

