Þjóðsagan segir að regnboginn sé tákn um sáttmála guðs og manna. Hver sá sem kemst undir regnboga á óskir eða finnur fjármuni undir endum hans.
Hinsvegar fylgdi Agli Thorarensen slíkur kraftur að hann bar nafnið Jarlinn af Sigtúnum. Egill er guðfaðir Selfoss og Þorlákshafnar. Hann stóð ungur maður á Kambabrún og hét því að verja lífi sínu í að efla þetta mikla ,,Konungsríki,” guði og mönnum til dýrðar. Styttan af Agli heilsar gestum og gangandi og minnir á mikla sögu og afrek Egils og kynslóðanna.

