Berglind Magnúsdóttir syngur lag Björgvins Þ. Valdimarssonar, Jólagjöfin í ár, á tvennum tónleikum Karlakórs Selfoss nú á aðventunni. Lagið er í úrslitum jólalagakeppni Rásar 2 en þar syngur Berglind lagið ásamt Karlakór Selfoss við undirleik Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Fyrri tónleikar Karlakórs Selfoss eru næstkomandi mánudagskvöld, 8. desember í Skálholtskirkju, og hefjast þeir klukkan 20 og seinni tónleikarnir eru í Selfosskirkju þriðjudagskvöldið 16. desember og hefjast einnig kl. 20. Auk umrædds lags sem sungið er af Berglindi með kórnum flytur kórinn hefðbundin jólalög úr ýmsum áttum.
Berglind syngur jólalagið með Karlakór Selfoss

