Þá er komið að síðustu göngu Ferðafélags Árnesinga. Að venju verður félagið með fjölskyldugöngu í Hellisskógi sunnudaginn 7. desember. Lagt verður af stað frá bílaplaninu í Hellisskógi kl. 10:00 og gengið að Hellinum þar sem við munum gæða okkur á heitu súkkulaði og gúffa í okkur smákökum. Þetta er létt og þægileg ganga en hált getur verið á stígunum og því gott að hafa göngubrodda með, vasaljós geta einnig komið sér vel í upphafi göngu. Allir velkomnir og tilvalið að taka börnin með.

Dagskrá næsta árs hjá Ferðafélagi Árnesinga er komin á heimasíðu félagsins og hana er einnig að finna á fésbókarsíðu félagsins. Félagið fór í margar frábærar göngur á árinu sem er að líða og fylgja hér með nokkrar myndir. Félagið vill hvetja íbúa í Árnessýslu til að kynna sér starfsemi félagsins. Allir velkomnir með í göngu hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki.
Sjá heimasíðu:Ferðafélag Árnesinga
Stjórn FFAR


