2.9 C
Selfoss

Uppskeruhátíð barna og unglinga Geysis

Vinsælast

Í vikunni var haldin uppskeruhátíð barna og unglinga Geysis og var mætingin frábær.

Æskulýðsstarf Geysis hefur verið blómlegt á árinu, 1. maí sýningin gekk frábærlega þar sem um 100 börn tóku þátt, farið var í óvissuferð þar sem hrossaræktarbú á svæðinu voru heimsótt, gríðarfjölmennt bingó, fyrirlestur um hugarþjálfun og sitthvað fleira.

Námskeiðshöld hafa einnig verið regluleg frá í janúar og þátttakan ávallt verið góð, bæði fyrir börn og unglinga sem eiga hesta og þau sem hafa ekki aðgang að þeim sjálf.

Starfsemin er að færast í að vera stunduð allt árið eins og aðrar íþróttagreinar.

Geysir hefur í ár, átt marga knapa í verðlaunasætum á bæði Íslandsmóti og Heimsmeistaramóti. Félagið átti Íslandsmeistara í barnaflokk, unglingaflokk, ungmennaflokk og meistaraflokk. Tveir félagsmenn skiluðu einnig heim 5 x heimsmeistaratitlum!

Á uppskeruhátíðinni okkar voru veitt knapaverðlaun fyrir bestan árangur í barnaflokk og unglingaflokk. Þau Eiríkur Vilhelm Sigurðarson formaður Geysis og Alma Gulla Matthíasdóttir formaður æskulíðsnefndar veittu verðlaun.

Tilnefndir voru í barnaflokki voru þau Aron Dyröy Guðmundsson, Aron Einar Ólafsson, Eva Dögg Maagaard Ólafsdóttir, Helgi Hrafn Sigvaldsson, Jón Guðmundsson og  Viktoría Huld Hannesdóttir.

Knapaverðlaun í barnaflokki hlaut Viktoría Huld Hannesdóttir. Viktoría Huld náði frábærum árangri á árinu. Hæst ber að nefna frábæran árangur á Íslandsmóti barna og unglina. Þar varð hún Íslandsmeistari á Þin frá Enni í barnaflokki gæðinga. Hampaði öðru sæti í gæðingatölti, fjórgang og tölti t3. Í gæðingatölti á Þin frá Enni og fjórgang og Tölti T3 á Steinari frá Stíghúsi. Hún náði frábærum árangri á öllum þeim mótum sem hún keppti á hvort sem það voru vetrardeildir eða sumarmótin.

Tilnefnd voru í unglingaflokki voru þau Bryndís Anna Gunnarsdóttir, Dagur Sigurðarson, Eik Elvarsdóttir, Elimar Elvarsson, Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Þórhildur Lotta Kjartansdóttir.

Knapaverðlaun í unglingaflokki hlaut Dagur Sigurðarson. Dagur Sigurðarson hampaði tveimur íslandsmeistaratitlum á árinu. Í fimmgang á Skugga-Sveini frá Þjóðólfshaga og í 100m skeiði á Trommu frá Skúfslæk. Þess utan náði hann gríðarlega góðum árangri á Suðurlandsmóti, Reykjvíkurmeistarmóti, Íþróttamóti Geysis, Íþróttamóti Sleipnis og svo mætti áfram telja.

Viktoría Huld Hannesdóttir og Dagur Sigurðarson

Einnig hlutu Íslandsmeistarar úr hópi Geysis félaga viðurkenningu frá félaginu fyrir frábæran árangur á árinu. Þau Viktoría Huld Hannesdóttir, Dagur Sigurðarson, Eik Elvarsdóttir og Elísabet Líf Sigvaldadóttir.

Edda S Thorlacius

Nýjar fréttir