2.9 C
Selfoss

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands

Vinsælast

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands eru orðnir árlegur viðburður í menningarlífi Sunnlendinga og í ár verða þeir í Selfosskirkju laugardaginn 29. nóvember. Að þessu sinni er efnisskrá jólatónleikanna sett saman með börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í huga og meðal verka á tónleikunum er tónlist Howard Blake úr teiknimyndinni um Snjókarlinn sem gerð var eftir sögu Raymond Briggs. Jóhann G. Jóhannsson leikari verður sögumaður í flutningi verksins og auk hans koma Valgerður Guðnadóttir söngkona, Barna- og Unglingakórar Selfosskirkju og Söngfuglar Tónlistarskóla Árnesinga fram með hljómsveitinni sem skipuð verður 45 hljóðfæraleikurum.  Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.  

Aðstandendur hljómsveitarinnar lofa skemmtilegum, fallegum og hátíðlegum tónleikum en þetta er í annað sinn sem jólatónleikar hljómsveitarinnar eru haldnir í Selfosskirkju.

Valgerður Guðnadóttir. Mynd: Aðsend.
Jóhann G. Jóhannsson leikari. Mynd: Aðsend.

Nýjar fréttir