Íþróttafélagið Hamar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á Hótel Örk í Hveragerði þriðjudaginn 18. nóvember síðastliðinn.
Kári Mímisson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ afhenti fulltrúum félagsins viðurkenninguna fyrir aðalstjórn og sjö deildir félagsins, badmintondeild, blakdeild, fimleikadeild, knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild, lyftingadeild og sunddeild.
„Þetta eru tímamót í starfi Hamars og markmiði náð sem stefnt hefur verið að undanfarin ár. Því fylgir gleði, stolt og þakklæti að ná markmiðum“, sagði Þorsteinn T. Ragnarsson formaður Íþróttafélagsins Hamars af þessu tilefni og bætti við „verkefnið hófst innan félagsins í mars 2023 og var áætlað að ferlið tæki um og yfir þrjú ár að klárast. Því var lokið á innan við tveimur árum, þökk sé gríðarlega öflugu starfi Guðjónu Bjarkar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Hamars.“
Nú eru sex aðildarfélög HSK virk fyrirmyndarfélög ÍSÍ. Þau eru, auk Hamars, Golfklúbbur Selfoss, Hestamannafélagið Sleipnir, Íþróttafélagið Dímon og sex deildir félagsins, Körfuknattleiksfélag Selfoss og Umf. Selfoss og átta deildir félagsins.

