2.9 C
Selfoss

Berserkir með frábæran árangur á Grappling Industries Dublin

Vinsælast

Þann 16. nóvember sendi Glímufélagið Berserkir sjö keppendur á Grappling Industries Dublin. Alls voru 1318 keppendur skráðir til leiks og keppt var bæði í galla (GI) og án galla (NOGI). Mótið er skipt eftir getu, aldri og þyngdarflokkum, sem tryggir jafnar og spennandi viðureignir.

Berserkir stóðu sig frábærlega og enduðu í 5. sæti af 77 klúbbum á mótinu – sem er einstakur árangur miðað við fjölda keppenda. Dagurinn endaði með 12 verðlaunum: 5 gull, 5 silfur og 2 brons, þannig að allir keppendur Berserkja unnu til verðlauna.

Úrslit keppenda Berserkja:

• Fannar Júlíusson – Gull í GI og Silfur í NOGI (-77 kg)

• Þröstur Valsson – Silfur í GI (+104 kg)

• Egill Blöndal – Tvöfalt gull í GI og NOGI (-97 kg)

• Sigríður Jóna Rafnsdóttir – Brons í GI og Gull í NOGI (-56 kg)

• Davíð Óskar – Silfur í NOGI (-91 kg)

• Gunnar Páll – Gull í NOGI (-97 kg)

• Hekla Dögg – Tvö silfur í GI og brons í NOGI (-70 kg)

Berserkir halda áfram að sýna styrk sinn bæði innanlands og erlendis, og árangurinn í Dublin er skýr staðfesting á öflugri þjálfun, samheldni og dugnaði keppenda.

Nýjar fréttir