Góðan dag kæru Sunnlendingar
Vikuna 10.–14. nóvember sl. var haldin leynivinavika í Menntaskólanum að Laugarvatni. Á föstudeginum 7. nóvember höfðu nemendur dregið nafn annars aðila í skólanum og gengur leynivinavikan út á það að gefa gjafir hvort sem það er fluttningur ljóðs, nammi eða allskyns fleira sem manni dettur í hug. Ekki fá nemendur að vita hver hefur verið að gefa þeim gjafir í vikunni fyrr en á föstudeginum.

Föstudaginn 14. nóvember var haldið ball og var það ball náttfataball! Þá klæddu sig allir einfaldlega í náttföt og héldu af stað upp í Eyvindartungu þar sem nemendurnir skemmtu sér að besta leyti. Á ballinu byrjar svo einn með rós sem hann gefur leynivini sínum og svo gengur rósin milli hvers leynivins og þá loks hafa allir fengið að hitta þann sem hafði verið að gefa þeim gjafirnar. En ballið heppnaðist frábærlega, það var fyrrum vitavörður skólans hann Kamil sem var fengin til þess að koma og stýra tónlistinni þangað til Séra Bjössi mætti á ballið og tók nokkur lögin sín.
Þannig lauk leynivinavikunni þetta árið, eftir fullan skammt af gleði, spennu og góðum gjörðum. Náttfataballið reyndist vera fullkominn endir á skemmtilega viku og tókst að draga alla saman í léttu og hlýju andrúmslofti.
Elena R. Marquez Gunnlaugsdóttir,
ritnefndarformaður nemendafélagsins Mímis.

