Haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK var haldinn í Selinu sl. mánudag 10. nóvember. Á fundinn mættu fulltrúar aðildarfélaga ráðsins, auk stjórnar ráðsins og framkvæmdastjóra HSK.
Á fundinum var m.a. farið yfir fjárhagsstöðu ráðsins sem er ágæt. Það stefnir samt í smávægilegt tap, vegna þeirra ánægjulegra aðstæðna, að mjög margir iðkendur tóku þátt í landsliðsverkefnum á árinu. Á fundinum var rætt um skipulag héraðsmóta 2026 og dagsetningar ákveðnar með hliðsjón af mótaskrá FRÍ.
Undir önnur mál var rætt um þátttöku á meistaramótum undir merkjum HSK/Selfoss og hvort það hefði komið til tals að breyta því. Þá var greint frá fyrirhuguðu skemmtikvöldi fyrir 11 – 14 ára iðkendur og loks var sagt frá stöðu mála varðandi kaup á nýrri myndavél fyrir tímatöku.

