Vinkonurnar Magnea Kristín, Heiðrún Ýr, Fanney Frigg, Fanney Rut og Vaka Röfn sem allar eru 8 ára, gengu í hús á dögunum og seldu hluta af dótinu sínu sem þær höfðu ekki lengur not fyrir. Þær færðu Krabbameinsfélagi Árnessýslu ágóðan sem var 8.500 krónur.
Stelpurnar hafa verið vinkonur frá því í leikskóla og eru í dag, allar saman í 3ja bekk í Vallaskóla. Stelpurnar sögðu að fólk hafi tekið þeim vel þegar þær bönkuðu uppá til að selja dótið, sumir hafi styrkt þær án þess að vilja fá dót fyrir peninginn. Aðspurðar hvers vegna þær hafi valið að styrkja Krabbameinsfélagið, sögðust þær þekkja fólki sem hafi fengið krabbamein og þeim langaði að hjálpa fólki sem hefur fengið krabbamein.
Stjórn Krabbameinsfélags Árnessýslu þakkar þessum flottu vinkonum fyrir þeirra mikilvæga styrk.


