3.5 C
Selfoss

Söfnuðu 13,9 milljónum í fyrra

Vinsælast

Sjóðurinn góði veitti styrki úr sjóðnum í desember 2024 að upphæð 13.900.000 milljónir.

Sjóðurinn góði var stofnaður 2008 í kjölfar bankahrunsins.

Sjóðurinn er samstarfverkefni Lionsklúbba,kvenfélaga, kirkjusókna, félagþjónustunnar í Árnessýslu og deilda Rauða krossins í Árnessýslu.

Hlutverk sjóðsins góða er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og eiga ekki fyrir nauðþurftum fyrir jólin og einnig á vormánuðum fyrir fermingar.

Gjafir til sjóðsins góða berast frá einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum og verslunum bæði í formi peninga og jólagjafa. Tölvubúnaður sem notaður er við umsóknir og úthlutanir  hefur Tölvu og Rafeindaþjónustan, TRS lánað okkur án endurgjalds í nokkur ár.

Einnig má nefna húsnæði, veitingar, prjónles að ógleymdri mikilli  sjálfboðavinnu.

Starfshóp skipa fulltrúar áðurnefndra aðila og Hjálparstofnun kirkjunnar skipuleggja umsóknarferlið og annast úthlutun. Stuðst er við viðmið Hjálparstofnunar kirkjunnar varðandi mat á umsóknum.

Úthlutað er í desember úr sjóðnum vegna undirbúning jólanna og á vormánuðum vegna ferminga.

Allar umsóknir eru trúnaðarmál.

Jólatré voru staðsett í Hveragerði og á Selfossi og hægt var að setja pakka þar undir til gjafa.

Hægt er að leggja inn á Sjóðinn góða allt árið um kring inn á reikning 325-13-301169, kt. 560269-2269

Starfshópur Sjóðsins góða þakkar öllum þeim aðilum sem styrkt hafa sjóðinn á síðasta ári.

Nú biðlum við til fyritækja og almennings að leggja þessum sjóð styrk. Þörfin er mikil eins og önnur ár og sjóðurinn magur.

Nýjar fréttir