Heilsugæsla Uppsveita opnaði 5. nóvember sl. og var vel sótt úr öllum sveitarfélögunum. Tíu ungum fulltrúum frá sveitarfélögunum fjórum sem mynda uppsveitir Árnessýslu boðin á opnunina. Þessir flottu fulltrúar stóðu sem táknmynd framtíðarneytenda Heilsugæslu Uppsveita.
Nýtt húsnæði Heilsugæslu Uppsveita stendur við Hrunamannaveg 3 að Flúðum og var gestum og sveitungum öllum boðið að heimsækja nýju starfsstöðina, ganga um húsnæðið, tala við starfsfólk og kynna sér nýju aðstöðuna. Fjöldi fólks úr öllum nærliggjandi sveitum komu til að bera nýja staðsetningu augum og var fjöldi gesta á opnunina um 250 manns.
Langur aðdragandi hefur verið að þessum flutningum og hefur starfsfólk Heilsugæslu Uppsveita hefur dregið þungan af þessum breytingum og fengu að hanna húsið eftir sínu höfði og með þjónustukosti að leiðarljósi. Samhliða opnuninn mun Apótek Suðurlands opna við hlið heilsugæslunnar. Til að byrja með verður opnunartími apóteksins frá kl. 9 til 16 alla virka daga.

Það er gaman að segja frá því að samkvæmt þjónustukönnun sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendir út til neytenda mælist þjónustan sem Heilsugæsla Uppsveita veitir sínu fólki í hæstu hæðum. Slíkar niðurstöður eru starfsfólkinu og starfseminni mikill mælikvarði á hversu öflugt starfsfólk stendur innan veggja Heilsugæslu Uppsveita. En Heilsugæsla Uppsveita þjónustar allar uppsveitir Árnessýslu og myndar þannig eitt víðfeðmasta þjónustusvæði sem starfsstöð á vegum HSU þekur.
Með breytingunum fylgja þrír fastráðnir læknar. Þau Hafdís Sif Svavarsdóttir, Jón Benediktsson og Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir læknar starfa öll á Heilsugæslu Uppsveita.
Hefðbundin starfsemi hófst í dag, og getur fólk hringt í 1700 allan sólarhringinn og fengið leiðbeinandi ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingi sem getur leyst úr erindinu eða vísað þér í framhaldi í viðeigandi úrræði, t.d. til læknis.


