2.9 C
Selfoss

Strætóskýli á Stokkseyri

Vinsælast

Nýtt strætóskýli hefur nú verið sett upp á Stokkseyri eftir að bæjarráði Árborgar barst áskorun um að bæta aðstöðu farþega. Mannvirkja- og umhverfissviði áskotnaðist skýli sem nú er búið að lagfæra og færa í stílinn ásamt því að setja upp á þeim stað sem íbúar lögðu til í gegnum „Betri Árborg“.

Skýlið stendur við hlið húsnæðis Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar á Stokkseyri. Það er málað í bláum lit og tekur sig einstaklega vel út í nálægð við eldri hús bæjarins.

Að sögn Árborgar er uppsetning skýlisins liður að því að efla almenningssamgöngur í sveitarfélaginu og vonast er til að það verði vel nýtt af íbúum. Þá er stefnt að því að setja upp álíka skýli á Eyrarbakka á næstu misserum, til að bæta þjónustu enn frekar.

Nýjar fréttir