Lionsklúbbar Selfoss og Emblur bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingu í anddyri Krónunnar á Selfossi laugardaginn 15. nóvember, milli klukkan 12 og 15.
Að sögn Lionsfélaganna er mikilvægt að fólk fylgist reglulega með blóðsykrinum sínum og bregðist við ef hann er ekki í lagi. Mælingarnar verða framkvæmdar af fagfólki, og eru allir hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að huga að eigin heilsu.
„Við hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir í tilkynningu frá Lionsklúbbum Selfoss og Emblu.

