5.6 C
Selfoss

Minningarstund í Skálholti

Vinsælast

Þann 7. nóvember eru liðin 475 ár frá því að Jón Arason Hólabiskup og synir hans voru teknir af lífi í Skálholti. Í tilefni dagsins verður haldin hátíðleg minningarstund þar sem feðganna verður minnst í tónum og orðum í helgidóminum sjálfum, Skálholtsdómkirkju.

Kvöldið hefst kl. 20:00 með tónlist og upplestri í kirkjunni, þar sem stemningin verður bæði virðuleg og hlý.

Að dagskrá lokinni verður gengið með kyndla út að minnismerki Jóns Arasonar, þar sem kyrrðin og ljósið skapa sérstaka stund í myrkrinu.
Að göngunni lokinni býður Skálholtsstaður öllum í heitt kakó á Hótel Skálholti – þar gefst færi á að setjast niður, spjalla og njóta samverunnar í hlýlegu andrúmslofti.

Komdu og vertu hluti af þessari sérstöku minningar- og samverustund í hjarta Skálholts.

Dagskrá kvöldsins:

  • 20:00 Dagskrá í Skálholtsdómkirkju
  • 21:00 Gengið með kyndla að minnismerki Jóns Arasonar
  • 21:15 Heitt súkkulaði á Hótel Skálholti

Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir!

(Minningarstund í Skálholti)

Nýjar fréttir