5.6 C
Selfoss

Vertu hreyfiafl, hafðu áhrif á val á FKA viðurkenningarhöfum!

Vinsælast

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026 og félagið kallar eftir tilnefningum um allt land, þar á meðal á Suðurlandi.

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu. Hægt er að tilnefna konur í einum flokki eða öllum til og með 21. nóvember nk.

Það voru þær Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir sem hlaut FKA viðurkenninguna 2025, Arnhildur Pálmadóttir hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2025 og Geirlaug Þorvaldsdóttir hlaut FKA þakkarviðurkenninguna 2025. Það verður spennandi að sjá hverjar verða heiðraðar á næstu Viðurkenningarhátíð.

Lögð er áhersla á að fá nöfn ólíkra kvenna á lista, fjölbreyttan hóp kvenna af öllu landinu, með ólíkan bakgrunn og reynslu sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar.

Dómnefnd skipuð sjö aðilum fer yfir allar tilnefningar og verða úrslit kynnt á stórglæsilegri Viðurkenningarhátíð FKA á Hótel Reykjavík Grand 28. janúar 2026. Dómnefnd mun meta tilnefningar og á endanum, velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.

Hvaða þrjár konur verða heiðraðar? Hafðu áhrif og sendu inn tilnefningu fyrir FKA viðurkenninguna, FKA þakkarviðurkenninguna og FKA hvatningarviðurkenninguna 2025.

Hlekkur til að tilnefna hér:
FKA Viðurkenningarhátíð 2026

Nýjar fréttir