4.8 C
Selfoss

Slow Train hyllir Bob Dylan á Sviðinu á Selfossi

Vinsælast

Hljómsveitin Slow Train, sem er þekktasta og elsta starfandi Bob Dylan-hljómsveit landsins, heldur tónleika á Sviðinu á Selfossi föstudagskvöldið 7. nóvember næstkomandi og hefjast þeir kl. 21:00.

Sveitin hefur starfað í rúmlega 20 ár og er þekkt fyrir einlæga og áhrifaríka túlkun sína á fjölbreyttum lögum meistarans Bob Dylan frá ýmsum tímabilum ferilsins. Slow Train hefur komið víða fram á tónleikaferli sínum, meðal annars á tónleikum í Silfurbergi Hörpu og á ýmsum hátíðum og tónleikastöðum víða um land.

Það vita reyndar fæstir að Slow Train er að stórum hluta skipuð tónlistarmönnum af Suðurlandi. Þó að sveitin hafi ekki spilað á Selfossi síðustu árin er um sannkallaða heimkomu að ræða og er því sérstaklega gaman að bjóða heimafólki og rótgróna aðdáendur á Sviðið til að njóta.

Aðdáendur Dylan og unnendur vandaðrar tónlistar ættu ekki að láta þessa einstöku tónleika framhjá sér fara.

Miðar verða bæði seldir við innganginn og á Tix.is. Miðaverð er 2.500 kr.

Nýjar fréttir