Mæður af Suðurlandi standa fyrir fatamarkaði á Stað á Eyrarbakka dagana 8. og 9. nóvember næstkomandi. Opið verður frá kl. 12-17 báða daga.
Ýmislegt verður í boði fyrir breiðan aldurshóp barna á góðu verði. Merkjavara og önnur vel með farin föt. Mikið verður lagt upp úr því að eingöngu heil og falleg föt verða til sölu. Einnig verður stór gefins karfa í anddyri sem kaupendum er velkomið að fara í gegnum og velja sér föt og skó í kaupbæti.
Það má búast við krakkavænni stemningu, leikhorn fyrir börnin og kaffi á könnunni.

