6.2 C
Selfoss

Hrekkjavökutónleikar í Skálholtskirkju

Vinsælast

Laugardaginn 1. nóvember klukkan 20:00 verða hrekkjavökutónleikar í Skálholtsdómkirkju, þar sem Jón Bjarnason dómorganisti í Skálholti ætlar að þenja orgelið með „hræðilegum“ lögum. Einsöngvari á tónleikunum verður Alexandra Chernyshova sem syngur meðal annars Vocalisu eftir Sergei Rachmaninoff.

Alexandra Chernyshova. Mynd: Aðsend.

Jón ætlar að spila óhugnanleg lög, eða lög sem tengja má við hrekkjavöku. Þar má nefna Tokkötu og fúgu Bachs í d-moll, This is Halloween úr Nightmare Before Christmas, stefið úr Addam’s family og margt fleira í þeim dúr… eða moll. Jafnvel má búast við því að óperudraugurinn láti sjá sig.

Jón Bjarnason. Mynd: Aðsend.

Veitingastaðurinn Hvönn verður opinn og býður tónleikagestum sérstakt tilboð á hamborgara og köldum á krana. Tilvalið er að nýta sér það!

Nýjar fréttir