Katrín J Óskarsdóttir er nóvember listamaður í Gallery Listaseli á Selfossi og opnar hún sýninguna „FÓLK & AÐRAR SKEPNUR“ laugardaginn 1. nóvember og tekur á móti gestum frá 14-16. Katrín er grafískur hönnuður og hefur síðustu ár einbeitt sér að því að teikna íslensku húsdýrin og andlitsmyndir. Katrín hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Allir hjartanlega velkomnir á opnunina, léttar veitingar í boði.

