Söngkonan og lagahöfundurinn Emilía Hugrún sendir frá sér nýtt lag í dag sem heitir DREYMA. Lagið samdi hún sjálf ásamt Þorsteini Helga sem jafnframt sá um upptökustjórn. Lagið er í nútímalegum RnB stíl og að sögn Emilíu passar lagið einstaklega vel við árstímann.
“Ég er virkilega stolt af þessu lagi og langar að sem flestir heyri,” segir Emilía.
Ferill Emilíu í tónlist hófst árið 2022 þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldskólanna fyrir hönd FSu og sigraði keppnina. Síðan þá hefur Emilía verið að vinna sig áfram með lagasmíði og hefur nú þegar gefið út nokkur lög, þar á meðal Vitamin með Issa sem hlaut góðar viðtökur.
Hlusta á lag:DREYMA

