6.1 C
Selfoss

Mango-karrý nautagúllaspottréttur og heitur ávaxtaréttur

Vinsælast

Valgerður Rún Heiðarsdóttir er matgæðingur vikunnar.

Ég vil byrja á því að þakka Júlíu Sjörup fyrir að skora á mig. Ég ætla að deila með ykkur góðum og auðveldum nautagúllaspottrétti sem er vinsæll á mínu heimili og góðum og fjótlegum eftirrétti.

Mango/karrý nautagúllasspottréttur

1 kg nautagúllas

1 laukur

2-3 hvítlauksrif

1 rauð paprika

1 dós ananaskurl eða bitar

1 ílát af sveppum

1 krukka mangochutney.

2-3 tsk af karrý

1 tsk chillikrydd

salt og pipar.

Byrjið á því að steikja kjötið, komið öllu hráefninu fyrir í potti og látið malla í ca klukkustund.

Með þessum rétti er tilvalið að bjóða uppá hrísgrjón, salat og smábrauð.

 

Heitur ávaxtaeftirréttur með ís eða daimrjóma.

Skera niður, epli, perur og ananas í eldfast mót.

Setja súkkulaði dropa yfir eða það súkkulaði sem manni finnst best.

Strá kókósmjöli yfir.

Setjið í 160 C heitan ofn í 20-25 mínútur.

Gott að hafa vanilliuís með eða daimrjóma.


Ég skora á næsta matgæðing, æskuvinkonu mína Hrönn Erlingsdóttur. Ég veit að hún á góðar uppskriftir fyrir okkur hin að njóta.

Nýjar fréttir