2.9 C
Selfoss

Árborg hyggst selja Menningarsal Suðurlands

Vinsælast

Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var samþykkt að auglýsa eignarhluta sveitarfélagsins í húsnæðinu að Eyravegi 2 á Selfossi til sölu. Um er að ræða 1.019 fermetra rými sem upphaflega var byggt sem leikhús en hefur aldrei verið innréttað og er því fokhelt að innan.

Á fundinum var lagt fram uppfært minnisblað bæjarstjóra og bæjarritara vegna fyrirhugaðs Menningarsalar Suðurlands, þar sem fram kemur að eftir ítarlega skoðun og samráð við Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hafi verið ákveðið að skoða nýja valkosti á Selfossi fyrir slíkan sal.

Sveitarfélagið Árborg mun óska eftir tilboðum í eignina en áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Nýjar fréttir