5.6 C
Selfoss

Lasagne með ostasósu

Vinsælast

Júlía Sjörup Eiríksdóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Gaman að þessu, ég vil þakka Ingva Má fyrir áskorunina. Ég fékk fljótt þá hugmynd að deila með ykkur uppskrift að Lasagne sem ég geri frá grunni, því það er afar vinsælt á heimilinu og meðal matargesta sem koma til okkar.  

Heimagert Lasagne

Uppskrift fyrir 5 

Kjötsósa:

  • 500 gr. Nautahakk
  • 1 laukur
  • 3-4 geirar af hvítlauk
  • 1 dós Hunts hakkaðir tómatar, Roasted garlic
  • 0,5 dl tómatsósa
  • Salt & pipar

Ostasósa:

  • 50 gr smjör
  • 4 msk. hveiti
  • 500 gr. volg mjólk
  • 200 gr rifinn ostur

Annað

  • 12 plötur af Lasagne
  • Brauðrasp hvítt
  • Smjörklípur

Kveikið á ofninum á blæstri á 180°C og smyrjið eldfast mót með smjöri og dreifið smá hveiti yfir.

Skerið laukinn smátt og steikið á vægum hita. Hakkinu bætt við og steikt. Bætið tómötunum og tómatsósunni við. Kryddið síðan með pizzakryddi og salti & pipar eftir smekk. Leyfið þessu að malla á meðan næsta skref er gert. 

Bræðið smjör í potti, bætið hægt og rólega við hveitinu, passa að hræra vel. Þegar myndast hefur hveitibolla þá bætum við rólega heitri mjólk. Hræra vel í á milli. 
Þegar sósan er orðin kekkjalaus bætum við ostinum við og kryddum vel, eða eftir smekk.
Passa að hafa hana bara á miðlungshita allan tímann. 

Loks setjum við Lasagne saman. Byrjum á því að setja kjötsósu í botninn, svo Lasagne plötur og loks ostasósuna. Þetta endurtökum við 3x. Loks stráum við brauðraspi ofan á og setjum litlar smjörklípur á nokkra staði. 

Lasagne er síðan sett inn í ofn í um 30 mín. Oftast ber ég það fram með góðu salati með fetaosti og hvítlauksbrauði. 


Ég skora á næsta matgæðing Valgerði Rún Heiðarsdóttur, hún býr til æðislegan mat.

Nýjar fréttir