2.9 C
Selfoss

Karlakórs Hveragerðis lofar skemmtilegum hausttónleikum um helgina

Vinsælast

Karlakór Hveragerðis heldur árlega hausttónleika sína í Hveragerðiskirkju laugardaginn 18. október klukkan 16.00. Að venju má búast við mikilli gleði, fjöri og góðum söng þegar kórinn stígur á svið, en fjölbreytt dagskrá verður í boði.

Gestasöngvarar að þessu sinni eru söngdívan Hanna Þóra Guðbrandsdóttir ásamt þeim Jóni Magnúsi Jónssyni og Ólafi Magnúsi Magnússyni, betur þekktum sem Óla í Mjólku. Þau munu flytja bæði vínarlög og íslensk sönglög, en við píanóið situr Einar Bjartur Egilsson.

Einnig mun Kór Guðríðarkirkju taka lagið undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, og þar með er ljóst að tónleikarnir verða sannkölluð veisla fyrir tónlistarunnendur.

Karlakór Hveragerðis flytur tíu lög undir stjórn Örlygs Atla Guðmundssonar, sem jafnframt leikur á píanó. Með kórnum leika þeir Rögnvaldur Pálmason á gítar og Jón Rafnsson á bassa. Þá stígur Arnar Gísli Sæmundsson á svið og flytur einsöng.

Kórinn lofar líflegum og skemmtilegum tónleikum – alveg eins og Hvergerðingar eru vanir.

Nýjar fréttir