2.9 C
Selfoss

Ný náttúrulaug og veitingastaður í hjarta Laugaráss

Vinsælast

Í gróskumiklu umhverfi Laugaráss í Bláskógabyggð opnar nú Laugarás Lagoon, ný náttúrulaug sem býður gestum upp á einstaka upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast.

Lónið er tæpir 1.000 fermetrar að stærð og spannar tvær hæðir, hannað af T.ark arkitektum í samstarfi við Anthony Bacigalupo, sem vann að hönnun innanhúss.

Á svæðinu eru einnig tvær gufur, þurrgufa og blautgufa, auk kalds og heits potts, og saman mynda þessi svæði heildstæðaupplifun fyrir líkama og sál.

Þrír aðgangar – Birki, Lerki og Ösp

Gestir Laugarás Lagoon geta valið um þrjár tegundir aðganga eða vellíðunarpassa, sem bera nöfn eftir trjátegundum semprýða svæðið: Birki, Lerki og Ösp.

Allir aðgangar veita aðgang að sama baðsvæðinu, en innihalda mismunandi viðbótarþjónustu – svo sem handklæði, drykki á lónsbörum eða tveggja rétta máltíð af dagsseðli á veitingastaðnum Ylju.

Einnig er í boði Birkitían, sem er hönnuð fyrir þá sem vilja koma reglulega og njóta lónsins og náttúrunnar í kring alltárið um kring. Birkitían veitir aðgang í tíu skipti fyrir korthafa, sem nýta má einnig fyrir einn gest í hverri heimsókn, og er nú á kynningarverði á kr. 49.000 fyrstu vikurnar.

Sjá grein:
Undirbúa framkvæmdir við Árböðin í Laugarási

Ylja matargerð sem nærir líkama og sál

Veitingastaðurinn Ylja hefur þegar opnað dyrnar og þar er áherslan á árstíðabundið hráefni úr héraði og skapandi íslenskamatargerð. Gísli Matt fer fyrir eldhúsinu, en Slippurinn í Vestmannaeyjum hefur verið hans heimavöllur í matargerð síðustu fjórtán árin en þeirri vegferð lauk nýverið þegar staðnum var lokað.

Á Ylju býðst gestum bæði léttari réttir yfir daginn og fimm rétta kvöldseðlar sem henta þeim sem vilja njóta kvöldsins til fulls.

Staðurinn hentar einnig vel fyrir minni og meðalstóra hópa, þar sem hægt er að panta hlýlegt rými sem nefnist Hvítá. Þarprýðir fallegt listaverk eftir listamanninn Sigmund Freysteinsson, sem ber sama nafn og rýmið sjálft og undirstrikar tenginguna við staðinn og náttúruna í kring.

„Það sem heillaði mig við Laugarás Lagoon var hugmyndin um að sameina náttúruna, róna og góða matargerð á einum stað. Við viljum skapa upplifun þar sem maturinn og umhverfið talar saman – hráefni, staður og stemning verða eitt,“ segir Gísli Matt, yfirkokkur á Ylju.

Til að ljúka hringnum um upplifun og náttúru hefur Laugarás Lagoon, í samstarfi við Sonju Bent hjá Nordic Angan, þróað eigin línu af húðvörum undir nafninu Rjóður.

Línan samanstendur af sjampói, hárnæringu, sturtusápu og handsápu, sem öll deila sama náttúrulega ilminum – innblásnum af rjóðri, þar sem gróður, mýkt og friður umvefja líkama og hug.

Lyktin, eins og nafnið sjálft, endurspeglar það augnablik þegar maður leggst í graslendi og leyfir náttúrunni að næra öllskynfærin.

Ný upplifun í íslenskri náttúru

„Við viljum skapa stað þar sem gestir finna raunverulega tengingu við náttúruna – frið, vellíðan og hlýju,“ segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon.

„Laugarás Lagoon er hannað með þeirri sýn að gæði, fegurð og jarðtengd upplifun geti farið saman. Hvort sem fólk kemur hingað til að slaka á, njóta matar eða staldra við, þá vonumst við til að það finni hér jafnvægi og ró.“

Nýjar fréttir