Evrópsku heilsulindasamtökin ESPA hafa veitt Heilsustofnun í Hveragerði viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði á Íslandi.
Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna í Haapsalu í Eistlandi 9. október.
Í viðurkenningarskjalinu segir að Heilsustofnun fái þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi gæði og árangur við endurhæfingu, nýsköpun í vatnsmeðferð og staðfestu í heilbrigðisþjónustu í 70 ár.

