Gestalistamaður Októbermánaða í Gallery Listaseli á Selfossi er Sigurlinn Sváfnisdóttir. Formleg sýningaropnun er laugardaginn 11. október kl. 14-16. Allir eru velkomnir. Sigurlinn er fædd 1960. Hún er búsett á Selfossi, er menntaður hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Sýningin hér í Gallerí Listaseli er fyrsta einkasýning Sigurlinnar. Verkin sem hér eru sýnd eru ýmist unnin með olíu, akríl, vatnslitum, bleki eða blandaðri tækni. Innblástur sækir hún í náttúruna og upplifanir á innri og ytri veruleika lífsins.
Gallery Listasel er opið virka daga 12-18, laugardaga og sunnudaga 12-16, lokað mánudaga.

