3.5 C
Selfoss

Farskóli safnamanna

Vinsælast

Farskóli íslenskra safna og safnafólks var haldinn á Hótel Selfossi dagana 1.-3. október sl. Um 160 safnamenn skráðu sig á skólann sem er stærsti vettvangur safnamanna til að hittast en farskólinn er haldinn á mismunandi stöðum ári til árs.

Farskólinn gekk snurðulaust fyrir sig og jafnvel rigningin var ekki til travala. Á dagskrá voru málstofur, fyrirlestrar og umræður og þátttakendur urðu margs vísari um nýjungar í safnageiranum. Farin var skoðunarferð í Listasafn Árnesinga, Byggðasafn Árnesinga og Hersafnið á Selfossflugvelli og ekið var í þremur rútum frá GTS undir leiðsögn Hannesar Stefánssonar sem hafði frá ýmsu að segja. Ratleikur um Selfoss hitti í mark. Það var mikið spjallað, alltaf eru ný andlit á farskólunum en aðrir áttu endurfundi. Pub Quiz var fyrsta kvöldið og að sjálfsögðu glæsileg árshátíð degi síðar. Þema farskólans að þessu sinni var „Áreiðanleiki, trúverðugleiki og sannindi í söfnum“ sem skírskotar til nýja miðbæjarins á Selfossi.

Farskólinn er haldinn af Félagi íslenskra safna og safnafólks með stuðningi Safnaráðs og með þátttökugjöldum. Í farskólastjórn voru Lýður Pálsson, Byggðasafni Árnesinga, sem var farskólastjóri, Sigurlaugur Ingólfsson, Borgarsögusafni, Helga Aradóttir, Náttúruminjasafni Íslands og Kristín Scheving, Listasafni Árnesinga. Með farskólastjórn starfaði einnig Dagrún Ósk Jónsdóttir starfsmaður FÍSOS.

Nýjar fréttir