Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr blaðamaður hjá Dagskránni, fréttablaði Suðurlands, og fréttavef blaðsins, DFS.is. Hún hefur nú þegar hafið störf. Sæbjörg er búsett og uppalin í Hveragerði. Sæbjörg hefur lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni og hefur mikinn áhuga á skriftum og fréttamiðlun.
„Það er bæði heiður og ánægja að fá þetta tækifæri og ég hlakka til að takast á við þau fjölbreyttu og spennandi verkefni sem fylgja starfi blaðamanns hjá Dagskránni,” segir Sæbjörg Erla.
Björgvin Rúnar Valentínusson, útibússtjóri Prentmets Odda á Selfossi, rekstraraðili Dagskrárinnar, kemur til með að hugsa tímabundið um ritstjórn Dagskrárinnar og DFS.is.

