2.9 C
Selfoss

Kiwanisklúbburinn Búrfell veitir UMFS veglega styrki

Vinsælast

Kiwiansklúbburinn hefur nýverið veitt bæði frjálsíþróttadeild og fimleikadeild Umf. Selfoss veglega styrki. Þessir styrkir verða nýttir til að efla og styðja við barna- og unglingadeild innan deildanna.

Styrkirnir voru formlega afhentir í Tíbrá þar sem Diðrik Haraldsson og Hilmir Þór Björnsson, formaður styrktarsjóðs Kiwanis, komu fyrir hönd klúbbsins. Hjalti Jón Kjartansson, formaður frjálsíþróttadeildarinnar, og Aníta Þorgerður Árnadóttir, deildarstjóri yngsta stigs hjá fimleikadeildinni, tóku við styrkjunum fyrir hönd sinna deilda.

Frjálsíþróttadeild Selfoss hyggst nýta styrkinn til að efla áframhaldandi uppbyggingu og starfsemi deildarinnar. Fimleikadeildin stefnir á að fjárfesta í nýjum áhöldum fyrir íþróttaskóla deildarinnar. Um 120 börn sækja íþróttaskólann á sunnudagsmorgnum, og nýtist styrkurinn því fjölmörgum börnum á svæðinu.

Hilmar Þór afhendir Hjalta Jóni og Kára Hrafni styrkinn fyrir frjálsíþróttadeildina í Tíbrá. Mynd: UMFS/Diðrik Haraldsson

Diðrik frá Kiwanisklúbbnum sagði að það væri þeim mikilvægt að styðja uppbyggingu barnastarfs, þar sem að börnin væru framtíðin og því þyrfti að stuðla að góðum grunni fyrir þau. Þá sagði hann árangur fimleikadeildarinnar eftirtektarverðan og því vilji til þess að styrkja starfið.

Frjálsíþrótta- og fimleikadeild Selfoss þakka Kiwanisklúbbnum Búrfell kærlega fyrir stuðninginn og segja styrkinn skipta miklu máli fyrir þróun og gæði íþróttastarfsins.

UMFS

Nýjar fréttir